DANS3FL05 - Að flytja til Danmerkur

Danska: Að flytja til Danmerkur

Einingafjöldi: 5
Þrep: 3
Forkröfur: DANS2LT05_10 (DAN2B05)
Í áfanganum verður farið yfir helstu atriði sem huga þarf að þegar flytja á til Danmerkur. Áhersla er á að nemendur geti nýtt sér dönsku sem leið til þess að afla sér upplýsinga úr ólíkum áttum, að nemendur séu vel undirbúnir og viti hvert á að leita með ýmis formleg erindi eins og umsókn um kennitölu, bankareikning, læknisþjónustu, skattkort o.fl. Nemendur verða kynntir fyrir ýmsum hliðum dansks þjóðlífs s.s. menningu, siðum og venjum. Lesefnið samanstendur af rauntextum úr ýmsum áttum með það að markmiði að byggja upp sem fjölbreyttastan orðaforða nemenda. Verkefnum verður þannig háttað að nemendur fái haldbæra þjálfun í að tjá sig skýrt og skilmerkilega í ritun og tali. Lögð er áhersla á að nemendur vinni sjálfstætt, beri sjálfir ábyrgð á skipulagi og úrlausn verkefna og geti metið eigin störf.

Þekkingarviðmið

 • helstu opinberu stoðum í dönsku þjóðfélagi, ss. menntun, atvinnulífi, húsnæðis- og velferðarkerfi
 • menningu, siðum og venjum í dönsku þjóðfélagi
 • hvernig skrifa á skýran og vel uppbyggðan texta um flókið sérhæft efni, með áherslu á aðalatriði og geti þróað og rökstutt mismunandi sjónarmið og lokið textanum með viðeigandi niðurstöðu
 • meðhöndlun heimilda og helstu hefðum um uppsetningu og skipulag ritaðs máls, ss. greinamerkjasetningu
 • hugtökum og orðatiltækjum, og átti sig á breytingum í málnotkun t.d. er varða persónuleg samskipti sem innihalda tilfinningar og kímni, og hins vegar flóknari formleg samskipti eins og umsóknir um húsnæði, kvartanir o.fl.

Leikniviðmið

 • afla sér upplýsinga á markmálinu sem gera kröfur til lesandans, ýmist efnislega eða hvað varðar orðaforða, túlkun og stílbrögð
 • beita mismunandi lestraraðferðum s.s leitarlestri, yfirlitslestri, hraðlestri og námkvæmnislestri
 • beita tungumálinu, bæði skriflega og munnlega, í mismunandi tilgangi, formlega og óformlega með málfari við hæfi hvers tilefnis
 • flytja skýra, vel uppbyggða kynningu þar sem lögð er áhersla á meginþætti og atriði sem skipta máli
 • víkja frá fyrirfram undirbúnum texta áreynslulaust og geta brugðist við spurningum áheyrenda.

Hæfnisviðmið

 • geta tekið þátt í persónulegum viðtölum og beitt tungumálinu á sveigjanlegan og árangursríkan hátt við venjulegar aðstæður, tjáð tilfinningar, gefið skoðanir sínar í skyn og beitt kímni
 • tjá sig í tali um flókin vandamál hversdagsins, s.s. að kvarta yfir vöru eða þjónustu og bjarga sér í neyðartilvikum
 • geta lesið opinber gögn, nákvæmar leiðbeiningar og flóknar tæknilegar upplýsingar, s.s. notkunarleiðbeiningar og lýsingar á vöru og þjónustu
 • tileinka sér efni ritaðs texta af ýmsu tagi og geti lagt gagnrýnið mat á hann
 • beita rithefðum sem við eiga í textasmíð, m.a. um inngang með efnisyrðingu, meginmál með afmörkuðum efnisgreinum og niðurlagi
 • auka meðvitund um eigin færni í tungumálum og eigin leiðir til að tileinka sér málið.
 • geta gert grein fyrir máli sínu á skýran og árangursríkan hátt í flóknum formlegum bréfum, t.d. í umsóknum um húsnæði, atvinnu, skóla o.fl.
Nánari upplýsingar á námskrá.is