EFNA2EM05 - Efnahvörf, mólstyrkur og orka

efnahvörf, mólstyrkur og orka

Einingafjöldi: 5
Þrep: 2
Forkröfur: EFNA2EA05
Í þessum framhaldsáfanga er haldið áfram með grunnatriði efnafræðinnar jafnframt því sem byrjað er að byggja ofan á fyrri þekkingu. Efnisþættir sem teknir verða fyrir í áfanganum eru: ólíkar gerðir efnahvarfa (sýru-basa hvörf, útfellingarhvörf, oxunar-afoxunar hvörf), mólstyrkur og þynningar, og orkuhugtakið almennt og í tengslum við efnahvörf.

Þekkingarviðmið

  • sýrum og bösum, þ.m.t. muninum á römmum og veikum sýrum/bösum
  • ólíkum gerðum efnahvarfa (sýru-basa hvarfa, útfellingarhvarfa, oxunar-afoxunar hvarfa)
  • grunnhugmyndum um orku og lögmálinu um varðveislu orkunnar
  • innri orku og hvarfvarma.

Leikniviðmið

  • spá fyrir um myndefni einfaldra sýru-basa hvarfa, útfellingahvarfa og oxunar-afoxunar efnahvarfa
  • reikna út mólstyrk og nýta sér þá útreikninga til að tengja mólfjölda í lausn við rúmmál lausnar
  • reikna stöðu- og hreyfiorku út frá mælistærðum, vinna með umbreytingu orku milli orkuforma og nota orku með efnajöfnum.

Hæfnisviðmið

  • meta hvort niðurstöður útreikninga og mælinga séu raunhæfar
  • túlka efnatákn og efnajöfnur
  • nýta hópavinnu til að leysa flóknari viðfangsefni
  • sýna sjálfstæði í vinnubrögðum
  • setja niðurstöður úr verklegum æfingum fram á skýran hátt
  • tengja efnafræðina við daglegt líf og umhverfi í auknum mæli.
Nánari upplýsingar á námskrá.is