FÉLA3HE05 - Heilsufélagsfræði

heilsufélagsfræði

Einingafjöldi: 5
Þrep: 3
Forkröfur: FÉLA2BY05_7 (FÉL2A05)
Heilsufélagsfræði er viðfangsefni áfangans. Áhersla er lögð á að nemendur öðlist skilning á helstu hugtökum og hugmyndafræði greinarinnar. Fjallað er um hvernig menning og samfélag hafa áhrif á heilsufar. Skilgreiningar á heilbrigði eru skoðaðar út frá mismunandi kenningum og áhrifaþættir heilbrigðis kynntir. Ójöfnuður í heilbrigðiskerfinu er tekinn fyrir og fjallað um stjórnvaldsaðgerðir til heilsueflingar. Nemendum verða kynnt helstu hugtök heilsufélagsfræðinnar t.d. siðbinding, fagmennska, fagræði, sjúkdómsvæðing, sjúklingshlutverk, veikindahegðun, félagsleg flokkun og stimplun sjúkdóma.

Þekkingarviðmið

  • skilgreiningum á heilbrigði
  • áhrifaþáttum heilbrigðis
  • sýn ólíkra kenninga á heilsufesti
  • rannsóknum á heilsu og sjúkdómum

Leikniviðmið

  • beita ólíkum kenningum á heilsu og veikindi
  • finna og leggja sjálfstætt mat á rannsóknir í heilsufélagsfræði
  • fjalla um og bera saman kenningar um heilsu
  • ræða um viðfangsefni heilbrigðismála
  • meta tengsl lífsstíls, félagslegs umhverfis og heilbrigðis

Hæfnisviðmið

  • mynda sér skoðanir sem byggjast á gagnrýnni hugsun og tekið þátt í umræðum um heilsu og samfélag
  • tjá sig skipulega og gagnrýnið um einstaka efnisþætti í rituðu og töluðu máli
  • afla sér upplýsinga um heilsu og samfélag, greina helstu atriði þeirra og hagnýta sér
  • beita öguðum vinnubrögðum, taka ábyrgð á námi og unnið í samvinnu við aðra
Nánari upplýsingar á námskrá.is