LISF2HL05 - Listsköpun - listform, heimsálfur og menning

heimsálfur og menning, listsköpun - listform

Einingafjöldi: 5
Þrep: 2
Forkröfur: LISF1LI5
Áfanginn miðar að því að nemendur skoði listgreinar frá ólíkum heimshornum. Nemendur fá innsýn í listsköpun frá ólíkum menningarheimum. Þeir skoða hvernig þróun listsköpunar hefur fært okkur til póstmódernisma. Rýnt verður áfram í listfomin þrjú: sjónlist, leiklist og tónlist. Hafðar verða umræður og vangaveltur um áhrif stjórnmála, átaka, tækni, tísku, félags- og menningarlegs samhengis á stílbrigði hverrar heimsálfu fyrir sig. Einnig verða teknir fyrir þrír íslenskir listamenn í hverri viku. Lögð er áhersla á að nemandinn tileinki sér gagnrýna og skapandi lausnarhugsun og öðlist með því hæfni í að miðla eigin hugmyndum og skoðunum. Að hann opni sig, leiti út fyrir þægindarammann í tilraunavinnu sinni og þar með öðlist óheftara frelsi til sköpunar og tjáningar. Námið í áfanganum gerir nemandanum kleift að skilja og meðtaka gildi menningararfsins, hvort sem hann snýr að heimabyggð eða heiminum öllum.

Þekkingarviðmið

  • Skapandi lausnaleit í gegnum tilraunavinnu
  • Fjölbreytileika efnisnotkunar og úrvinnslu
  • Að sjá fleiri og opnari möguleika í vinnuferlinu
  • Sjálfum sér, hugsun og verklagi
  • Hvernig menning og listir tengjast atvinnusköpun og samfélagsþróun
  • Gildi menningararfsins, hvort sem hann snýr að heimabyggð eða heiminum öllum.

Leikniviðmið

  • Virkja hugmyndaflugið og þar með sköpunarkraftinn
  • Sjá fleiri og opnari möguleika í vinnuferlinu
  • Tjá sig um list úr ólíkri menningu
  • Tjá sig á ólíkan hátt með sköpun í gegnum ýmsa miðla
  • Njóta lista og skapandi starfs á margvíslegu formi
  • Skiptast á skoðunum og átt uppbyggileg samskipti við annað fólk
  • Hafa skilning á fjölbreytileika efnisnotkunar og úrvinnslu.

Hæfnisviðmið

  • Beita skapandi lausnarhugsun, bæði í leik og starfi
  • Sýna frumkvæði og skapandi hugsun
  • Greina ný tækifæri í umhverfinu
  • Nota fjölbreyttar aðferðir við að leysa viðfangsefni
  • Horfa á sköpun, myndlist og hönnun með opnum hug.
Nánari upplýsingar á námskrá.is