Valtorg mánudaginn 18. október

Valtímabilið hefst mánudaginn 18. október og er opið í viku, til föstudagsins 22. október. Við hefjum tímabilið með valtorgi í matsalnum í verkefnatíma kl. 10:30 en þá munu kennarar kynna áfanga sem eru utan áætlunar, þ.e. nýja áfanga og áfanga sem eru sjaldan kenndir. Einnig gefst nemendum tækifæri til að spyrja og spjalla við kennarana. Umsjónarkennarar verða til taks til að aðstoða sína nemendur við valið sem og náms- og starfsráðgjafar og áfangastjóri skólans. Áfangalýsingar og áfangaáætlun má finna á vef skólans. Upplýsingar um brautir má finna hér.

Allir nemendur sem ætla sér að vera í skólanum á vorönn 2022 verða að ganga frá vali á valtímabilinu, 18.-22. október.  Þeir sem velja ekki eiga ekki vísa skólavist á næstu önn.