Hvert á ég að snúa mér?

Upplýsingar um þá aðila sem bent er á hér að neðan má finna í listanum um ýmis hlutverk í starfsmannahandbókinni.

Ef ég þarf að fá leyfi:
Fylla út eyðublaðið "Ósk um stutt leyfi" og senda með tölvupósti til skólameistara sem tekur málið fyrir.

Ef ég er veik/veikur og get ekki mætt í vinnu:
Kennarar: Skrá veikindi í Innu; starfsmaður-skrá forföll og muna að haka við SMS takkann. Við þessa aðgerð berst nemendum, upplýsingamiðstöð og stjórnendum upplýsingarnar. Í þeim tilfellum þar sem fleiri en einn kennari kennir einum og sama hópnum og ekki þarf að fella niður kennslu þó að kennari veikist sendir viðkomandi kennari skilaboð um veikindi í tölvupósti til aðstoðarskólameistara sem skráir veikindin í Innu.

  • Aðrir starfsmenn: Senda tölvupóst á skólameistara.

Ef ég þarf að fá skýringu á laununum mínum:

  • Tala við fjármála- og skrifstofustjóra.

Ef ég þarf að ræða um ráðningarmál eða annað sem viðkemur starfinu mínu (t.d. fæðingarorlof, breyting á vinnutíma, launalaust leyfi, veikindaleyfi):

  • Tala við skólameistara.

Ef tölvan mín hegðar sér undarlega:

  • Hafa samband við kerfisstjóra.

Mig vantar aðstoð í tæknimálum, tengingarmálum o.fl. í kennslurýmunum:

  • Tala við umsjónarmann fasteigna.

Mig vantar aðstoð í Innu:

  • Tala við skólameistara eða aðstoðarskólameistara.

Ég þarf að ræða mál einstakra nemenda (t.d. ritstuldur, erfiðleikar í samskiptum, uppákomur í tímum):

  • Tala við skólameistara eða aðstoðarskólameistara.

Ég þarf að láta vita af nemendum yngri en 18 ára sem sinnir náminu illa:

  • Tala við umsjónarkennara nemandans.

Ég hef áhyggjur af einstaka nemendum, t.d. vegna mætinga eða einhvers konar erfiðleika:

  • Tala við náms- og starfsráðgjafa.

Ég þarf að vita hvort nemandi er veikur:

  • Tala við starfsmann í upplýsingamiðstöðinni.

Nemendur mínir þurfa að nota tölvur í tímanum:

  • Senda nemendur niður í upplýsingarmiðstöðina.

Ef mig vantar aðstoð varðandi iPada, t.d. nýtt app, aðstoð við að nýta ipadana:

  • Tala við starfsmann í upplýsingamiðstöðinni.

Ég þarf að koma upplýsingum inn á vef skólans eða á Facebook síðu skólans:

  • Tala við vefstjóra.

 

Upplýsingamiðstöð og skrifstofa

 

Forföll kennara
Ef kennari þarf að fá leyfi meira en tvo daga á önn, þarf hann að útvega kennara fyrir sig, á sinn kostnað. Nauðsynlegt er að semja um þetta við skólameistara fyrirfram. Í framhaldi af því er sendur tölvupóstur til skólameistara þar sem fram koma dags- og tímasetningar sem um var samið.

Ef kennari er fjarverandi sem nemur 10% af tímafjölda hvers áfanga og þarf að fella niður kennslu þarf að gera ráðstafanir til að bæta nemendum kennsluna. Kennarar eru beðnir um að tala við stjórnendur ef þeir sjá að það stefni í að 10% kennslustunda falli niður.

Veikindi og önnur forföll kennara eru tilkynnt í gegnum INNU. Farið er í „starfsmaður“ „skrá forföll“, þar þarf að velja þær dagsetningar og kennslustundir sem kennari verður fjarverandi. Við þessa aðgerð berst nemendum, upplýsingamiðstöð og stjórnendum upplýsingarnar. Mikilvægt er að skrá hvort forföll eru vegna veikinda starfsmanns eða vegna veikinda barna (veikindi barna úr kjarasamningi: Foreldri barns, yngra en 13 ára, á rétt á að vera frá vinnu vegna veikinda barna í samtals 12 vinnudaga á hverju almanaksári).

Náms- og starfsráðgjöf

 

Síðast breytt: 31. janúar 2024