Upphaf haustannar 2021

Kynning fyrir nýnema (árg. 2005) verður þriðjudaginn 17. ágúst kl. 10 og gert er ráð fyrir að henni verði lokið ekki seinna en kl. 12. Kennsla hefst síðan miðvikudaginn 18. ágúst skv. stundatöflu.

Aðgangur að Innunni er opinn þannig að nemendur geta skoðað stundatöflur, bókalista og sent inn óskir um töflubreytingar. Athugið að síðasti dagur fyrir töflubreytingar er mánudagurinn 16. ágúst. Leiðbeiningar um töflubreytingar má finna á vef skólans og í "Aðstoð" í Innu.

Hægt er að segja sig úr áfanga til 7. september, eftir það hafa nemendur skuldbundið sig til að ljúka þeim áföngum sem þeir eru skráðir í.