Valið

Valtímabilið hefst mánudaginn 14. mars og er opið í viku, til föstudagsins 18. mars. Við hefjum tímabilið með valtorgi í matsalnum í verkefnatíma kl. 10:30 en þá munu kennarar kynna áfangana sína. Einnig gefst nemendum tækifæri til að spyrja og spjalla við kennarana. Að þessu sinni verður EKKI aðstoð við val í boði á valtorgi heldur eingöngu kynningar á áföngum. Leiðbeiningar um valið verða aðgengilegar fyrir nemendur undir Aðstoð í Innu. Einnig geta nemendur leitað til umsjónarkennara sinna í verkefnatímum út valtímabilið (vikan 14.-18. mars). Náms- og starfsráðgjafar og áfangastjóri verða eldri nemendum til aðstoðar alla vikuna. Áfangalýsingar og áfangaáætlun má finna á vef skólans. Upplýsingar um brautir má finna hér.

Allir nemendur sem ætla sér að vera í skólanum á vorönn 2022 verða að ganga frá vali á valtímabilinu, 14.-18. mars. Þeir sem velja ekki eiga ekki vísa skólavist á næstu önn.