Dagatal

í dag
Úrvinnsludagur verður föstudaginn 7. október. Öll kennsla fellur niður þann dag.
11. október
Þriðjudaginn 11. október hefst valtímabilið með valtorgi kl. 10:30 (verkefnatími) í matsal skólans.
24.-25. október
Haustfrí verður dagana 24. og 25. október.
1.-30. nóvember
Innritun vegna náms á vorönn 2023 stendur yfir 1.-30. nóvember. Sótt er um í gegnum vef Menntamálastofnunar.
25. nóvember kl. 09:00
Á dimmision gera útskriftarnemar sér glaðan dag. Dagurinn hefst með því að þeim er boðið í morgunverð í skólanum með kennurum og öðru starfsfólki skólans.
1.-12. desember
Verkefnadagar hefjast fimmtudaginn 1. desember og lýkur mánudaginn 12. desember (8 dagar). 
15. desember kl. 09:00
Einkunnir birtast í Innu jafnóðum og kennarar skrá þær inn eftir síðasta kennsludag. Síðasti dagur til að birta einkunnir er fimmtudagurinn 15. desember kl. 9.
20. desember kl. 14:00
Þriðjudaginn 20. desember er útskriftarhátíð í FMOS.