Lykilþættir skólastarfsins

Við skiptum lykilþáttum skólastarfsins í fjóra flokka:

1. Kennsluhættirnir                             2. Umhverfið                                        3. Nemendurnir                                     4. Samskiptin

 

 

1. Kennsluhættirnir

Skólinn leggur áherslu á að bjóða nemendum metnaðarfullt nám við hæfi hvers og eins. Ætlast er til að nemendur sýni metnað, leggi sig fram og sinni náminu af alúð. Lögð er áhersla á að nemendur fái þá aðstoð og stuðning sem þeir þurfa og það sé þannig sameiginlegt markmið starfsmanna og nemenda að góður árangur náist. Kennslufyrirkomulagið gerir kröfur um mikla tölvunotkun og þó að ekki sé krafa um að nemendur komi með eigin fartölvur í skólann er það ljóst að mun betra er að vera með sína eigin tölvu. Nauðsynlegt er að nemendur hafi aðgang að nettengdri tölvu heima.

Leiðsagnarnám
Rauði þráðurinn í kennsluaðferðum skólans er leiðsagnarnám.  Leiðsagnarmatið sem lagt var upp með í upphafi hefur þróast mikið í skólanum á undanförnum árum og er nú orðið mjög samfléttað kennslunni þannig að erfitt er að sjá hvar kennsluaðferðunum sleppir og leiðsagnarmatið tekur við. Þess vegna notum við nú orðið hugtakið leiðsagnarnám þegar við lýsum kennsluháttum skólans. Nemendur eru virkir þátttakendur í námi sínu og öðlast nauðsynlega þekkingu og hæfni með þvi að vinna verkefni. Verkefnavinnan auðveldar nemendum að ná tökum á námsefninu, námið verður innihaldsríkara og efnið lærist betur. Engin lokapróf eru í áföngum skólans því námsmatið byggist upp jafnt og þétt yfir önnina.

 

Samvinna
Við leggjum mikið upp úr samvinnu allra í skólanum. Árangur næst með því að búa til aðstæður þar sem allir geta tjáð sig áhættulaust og mistök eru eðlilegur hlutur í lærdómsferlinu. Hópavinna er mikið notuð í kennslu þar sem markviss þjálfun í samvinnu fer fram. 

Virkt lærdómssamfélag 

Við stefnum stöðug að því að bæta námið í skólanum til þess að vera í takti við tímann. Lýðræði er í hávegum haft og kraftar allra eru virkjaðir í hvívetna til að bæta okkur stöðugt. Kennarar skólans eru í sífelldri starfsþróun innan sem utan skólans til þess að tryggja að við séum alltaf með puttan á púlsinum. Þannig höldum við okkur í fremstu röð þegar kemur að kennsluháttum og inntaki náms.

Fjölbreytt verkefni

Við erum öll ólík og með mismunandi styrkleika og þarfir. Við leggjum því mikið upp úr því að bjóða nemendum upp á fjölbreyttar leiðir til verkefnaskila svo styrkleikar þeirra fái að blómstra. Verkefnavinnan er svo unnin undir leiðsögn kennara þar sem bæði vinnuferlið og afurðin skipta máli. Upplýsingatæknin er nýtt til hins ítrasta í skólanum. Hún er nýtt til að auka fjölbreytni í kennsluháttum, til að auðvelda upplýsingaöflun og til að nemendur læri að nota efni sem aðgengilegt er á netinu á skynsamlegan og gagnrýninn hátt. Upplýsingatæknin hefur vinnusparnað í för með sér og ýtir undir gott skipulag og fagleg vinnubrögð, bæði hjá nemendum og kennurum. Fyrir utan efni í kennslubókum er allt námsefni í skólanum lagt fram í gegnum kennslukerfi Innu sem hefur það í för með sér að allar upplýsingar, áætlanir, verkefni, fyrirmæli og annað það sem kennarar vilja koma til nemenda er á vísum stað og alltaf aðgengilegt.

 

 

 

 

2. Umhverfið

Skólinn kennir sig við auðlindir og umhverfi í víðum skilningi og þær áherslur eru samfléttaðar við skólastarfið. Þar er átt jafnt við auðlindir í náttúrunni sem og mannauð með áherslu á lýðheilsu og menningarlegar auðlindir. Umhverfi skólans er lifandi þáttur í skólastarfinu þar sem hugað er m.a. að náttúrufræði umhverfisins, virðingu fyrir umhverfinu og hvernig njóta má umhverfisins og nýta á skynsamlegan hátt. Við leggjum líka mikla áherslu á námsuhverfið sem er einstaklega gott.

 

Stundatafla
Stundataflan er með föstum kennslustundum annars vegar og verkefnatímum hins vegar. Í föstu kennslustundunum fer námið fram undir verkstjórn kennara en í verkefnatímum stjórna nemendur sjálfir hvort þeir vinna sjálfstætt eða leita aðstoðar hjá kennurum og í hvaða námsgrein þeir leita aðstoðar.

Góðar vinnuaðstæður
Áhersla er lögð á góða vinnuaðstöðu í skólanum, stefnt er að því að skóladagurinn verði sem næst því að vera heildarvinnudagur nemandans og að hann geti lokið verkefnavinnu sinni að mestu leyti áður en haldið er heim. Öll rými í skólanum eru vinnusvæði þar sem alls staðar er þráðlaust net og góðar aðstæður til að sinna náminu. Mikið er lagt upp úr að hljóðvist sé með allra besta móti enda er sjaldan þögn í kennslustofunni. Steinullarplötur í loftum og ullarlistaverk á veggjum takmarka endurkast hljóðbylgja sem skapa einstaklega þægilegan vinnufrið.  Lítil rými eru þó alltaf til staðar ef verkefni kalla á að hægt sé að vera í þögn. Loftgæði í skólanum eru fyrsta flokks. Ekki eru fölsk loft eða veggklæðningar sem geta safnað raka og aukið hættu á myglu. 

Umhverfisfræði

Græn skref
Skólinn hefur gengið í gegnum öll 5 skrefin við innleiðingu verkefnisins Græn skref. 

Vistvæn bygging
Áhersla á vistvæna hönnun og er byggingin með BREEAM vottun sem er alþjóðlegt umhverfisvottunarkerfi.

 

Sjálfbærni

https://www.fmos.is/is/skolinn/hugmyndafraedin/umhverfis-og-loftslagsstefna

https://graenskref.is/graen-skref/

Vistvæn bygging (taka úr https://www.fmos.is/is/skolinn/skolastarfid/saga-skolans )

Tengja sjálfbærni sýnilega inn í texta.

3. Nemendurnir

 

Hugrekki - Umburðarlyndi - Víðsýni - Sjálfstraust - Seigla - Félagshæfni - Sjálfstæði - Ábyrgð 

Nemendafélag er starfrækt við skólann og hlutverk þess er að bjóða upp á skemmtilega og fjölbreytta viðburði og stuðla að góðum anda í skólanum.

Semja texta og finna tengla

4. Samskiptin

Virðing - Umhyggja - Samkennd - Sveigjanleiki - Samtal - Heiðarleiki

Semja texta og finna tengla