Forvarnarfulltrúi

 

  • er í forsvari fyrir stefnumörkun og framkvæmd forvarna í skólanum
  • stuðlar að því að forvarnir í víðum skilningi séu hluti af daglegu starfi skólans í samvinnu við starfsmenn skólans, nemendur og forráðamenn þeirra
  • kemur á framfæri upplýsingum um niðurstöður rannsókna á stöðu og líðan unglinga, samskiptum og fræðslu um fyrirbyggjandi þætti varðandi áhættuhegðun o.fl.
  • leiðir forvarnarstarf sem í felst fræðsla um skaðsemi áfengis, tóbaks og annarra vímuefna, hvatning til heilbrigðs lífernis og þátttöku í jákvæðu
  • félagslífi ásamt öðru sem stuðlar að sterkri sjálfsmynd nemenda
  • hefur umsjón með forvarnardegi á haustönn.

 

Síðast breytt: 24. janúar 2016