Tæknimál

Fartölvur

 • Fastráðnir kennarar í meira en 50% starfi fá fartölvur frá skólanum til afnota.
 • Kerfisstjóri setur upp aðgang að fartölvum. Mjög mikilvægt er að tölvan sé einungis notuð í verkefni sem tengjast starfinu og að starfsmaðurinn sé sá eini sem notar hana.

Tölvupóstur

 • Aðgangur að tölvupóstinum er í gegnum forritið Outlook, eða með aðgangi að vefpósti. Hægt er að nálgast tölvupóstinn í hvaða tæki sem er með tölvupóstfangi og lykilorði sem kerfisstjóri skólans afhendir. Ef spurt er um server er það m.outlook.com. Tölvupóstkerfi FMOS er óháð aðgangi okkar að tölvum, það er sérstakt notandanafn og lykilorð að tölvupóstkerfinu og það er kerfisstjóri skólans sem afhendir það.
 • Kerfið er hýst í svokallaðri Office 365/Exchange hýsingu og þarf að velja yfirleitt Exchange í símunum við uppsetning póstsins, ágætt er að googla „office 365 setup on iphone“ og fylgja traustum leiðbeiningum ef ekki heppnast að setja tölvupóstinn upp.
 • Alltaf er hægt að komast í tölvupóstinn með því að velja „Vefpóstur“ á vef skólans:
 • Kerfisstjóri mælir með að nota tölvupóstinn í gegnum póstforritið Outlook.

Tölvur í kennsluklösum

 • Í öllum stærri kennslustofum eru borðtölvur, með þráðlausu lyklaborði og mús. Tölvurnar eru tengdar hljóðkerfi og er hljóðstyrkurinn stilltur annars vegar með fjarstýringunni í skjávarpanum og svo í tölvunni:
 • Notendur skrá sig inn á tölvurnar með sama notandanafni og lykilorði og í eigin tölvur.
 • Kennarar hafa kerfisstjóraaðgang í tölvunum og geta því sett upp hugbúnað að vild en þó verður að gæta þess að höfundarréttur sé virtur – til dæmis með prufuútgáfum að forritum ef þau eru ekki í eigu FMOS.
 • Athugið að tölvurnar séu læstar í skápunum sem eru upp við vegginn, og að í stofunni sé ávallt fjarstýring fyrir skjávarpann, lyklaborð og mús. Látið kerfisstjóra eða umsjónarmann fasteigna vita ef eitthvað vantar eða ef tölvurnar virka ekki eðlilega. Netföng þeirra og símanúmer má finna í listanum yfir ýmis hlutverk.
 • Aðgangur að Apple tölvunum sem eru í FMOS er eins og staðan er núna í gegnum kerfisstjóra FMOS.

Fartölvur fyrir nemendur

 • Þeir nemendur sem ekki eiga fartölvur til að nota í skólanum hafa möguleika á að fá lánaðar tölvur skólans. Skilyrði er að nemandi (og forráðamaður ef nemandi er yngri en 18 ára) skrifi undir samning um að fara í einu og öllu eftir reglum um lán á fartölvum skólans. Skólinn á þó mjög fáar tölvur og því eru nemendur hvattir til að koma sjálfir með fartölvur.

 

Síðast breytt: 26. janúar 2021