Stefnuyfirlýsing í myndlist

Helstu áherslur í myndlistarkennslunni í FMOS er að nemendur tileinka sér grunnatriði teikningar, formfræði og litafræði. Þar sem nemendur læra að formgreina listaverk og dýpka þar með skilning sinn á sjónrænum forsendum myndlistar. Til að mynda í byrjunaráföngum tileinka nemendur sér öll grunnatriði og hugtök teikningar og litar en þegar lengra dregur þróa nemendur með sér hugmyndir og vinna sjálfstætt. Frumleg og skapandi vinnubrögð eru þjálfuð með gagnrýna hugsun og vinnubrögð að leiðarljósi.

Helstu námsþættir
Í 1. þreps áfanga (MYNL1GT03) er áherslan á grunnatriði teikningar og litar.

Í 2. og 3. þreps áföngum (MYNL2ET03, MYNL2ML03) er áherslan áfram á teikningu en tekin fyrir efnisatriði/kjarnahugtök myndlistarinnar. Í síðari áfanganum fara nemendur að læra að þróa hugmyndir sínar, skoða ýmsa efnisþætti og myndverk verða til.

Kennsluaðferðir og námsmat
Notaðar eru tæknilegar aðferðir í sjónrænum verkefnum. Umræður og sýnikennsla er notuð í tímum til að nemendur geti tileinkað sér námsefnið.

Námið er metið eftir vinnusemi nemenda, áhuga, framförum, verkfærni og útkomu verkefna sem unnin eru í tímum.

Undirbúningur fyrir annað nám
Myndlistaáfangarnir eru góður undirbúningur fyrir áframhaldandi listnám t.d. í Listaháskólanum og myndlistaskólum.

 

Síðast breytt: 25. janúar 2021