Stefnuyfirlýsing í eðlisfræði

Helstu áherslur í eðlisfræðikennslu í FMOS felast í að nemandi öðlist skilning á lögmálum alheimsins og að nota þau til að greina og leysa ýmis verkefni. Þessu markmiði nær nemandi fyrst og fremst með verkefnavinnu í formi verklegra æfinga og fræðilegra útreikninga. Áhersla verður lögð á að hugtök og annað efni verði kynnt með tilvísun í raunveruleg dæmi með aðstoð mælitækja og forrita.

Helstu námsþættir
2. þrep: Einn fimm eininga áfangi er á öðru þrepi en í honum er byrjað að skoða grunnhugtök í eðlisfræði, s.s. hreyfing eftir beinni línu og kraftalögmálin ásamt dýpri þáttum eðlisfræðinnar, s.s. þyngdarlögmáli og hringhreyfingu.

3. þrep: Tveir fimm eininga áfangar eru á þriðja þrepi og í þeim er unnið með hreyfingu í tvívídd, þyngdarlögmáli, afstæðiskenningu Einsteins, ljósbrot, sveifluhreyfingar, bylgjur og stjörnufræði.

Kennsluaðferðir
Nemendur fá frítt kennsluefni og verkefni hjá kennara sem er í boði bæði útprentað og á kennslukerfinu fyrir áfangann. Kennslustundir einkennast af verkefnavinnu nemenda með aðstoð kennara á töflu eða hjá nemenda. Ný hugtök eru útskýrð með stuttum fyrirlestrum og sýnidæmum á töflu en einnig með glærum og myndböndum. Nemendur nálgast námsefnið einnig með verklegum tilraunum.

Skil á verkefnum er mjög tíð og þá í litlum skömmtum. Endurgjöf nemenda á verkefnum er innan nokkra daga með munnlegum og skriflegum umsögnum frá kennara.

Námsmat
Námsmat fyrir ofangreinda áfanga er byggt á sama máta.

Kaflapróf eru eftir hvern kafla
Verkefnavinna unnin í kennslustundum, oftast í samvinnu nemenda og kennara
Skilaverkefni unnin utan kennslustunda

Síðast breytt: 27. september 2019