Útskriftarhátíð 28. maí - krækja á streymið

Föstudaginn 28. maí kl. 14:00 verður útskriftarhátíð í FMOS og eru 28 nemendur að útskriftast að þessu sinni. Vegna fjöldatakmarkana geta útskriftarnemar boðið með sér 2 gestum að hámarki en einnig verður hægt að fylgjast með athöfninni á netinu, hér er krækja á streymið:

https://livestream.com/luxor/fmos21

Gestir þurfa að skrá nafn, kennitölu og símanúmer á miða þegar þeir mæta til að auðvelda smitrakningu. Spritt og grímur verða við innganginn og allir eru hvattir til að gæta að persónulegum sóttvörnum.

Útskriftarnemar hafa fengið tölvupóst með upplýsingum um tímasetningar og fyrirkomulag.