UNESCO dagurinn

Föstudaginn 9. febrúar kl. 10:00-13:30 höldum við Alþjóðadag kvenna og stúlkna í vísindum hátíðlegan. Nemendur eru búnir að skrá sig í hópa og ef einhverjir eiga enn þá eftir að skrá sig geta þeir gert það hjá Ingu Lilju í Upplýsingamiðstöðinni út daginn í dag, fimmtudaginn 8. febrúar. 

Dagskrá föstudagsins er eftirfarandi:

  • Nemendur mæta í matsal skólans kl. 10
  • Nemendur fara í hópunum sínum á milli klasa og leysa léttar þrautir
  • Hádegismatur verður á sínum stað kl. 12:05
  • Eftir hádegið verður haldið áfram með þrautir þar sem frá var horfið

Engin hefbundin kennsla verður þennan dag.