Tökum grímuna niður

Í dag, miðvikudaginn 20. október 2021, hefur grímuskylda verið felld niður í samfélaginu og því þurfa nemendur FMOS ekki að bera grímur í skólanum. Þeir sem kjósa að nota grímur áfram, af hvaða ástæðu sem er, er frjálst að gera það. Höldum áfram að gæta að persónulegum sóttvörnum, almennu hreinlæti eins og að þvo hendur eða spritta eftir því sem við á.