Könnunin Stofnun ársins 2021

Það er gaman að segja frá því að Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ varð í 3. sæti í könnuninni Stofnun ársins 2021 af framhaldsskólum á höfuðborgarsvæðinu og í 11. sæti í flokkinum meðalstórar stofnanir. Könnunin, sem er unnin í samstarfi við Fjármála- og efnahagsráðuneytið, náði til um 31 þúsund starfsmanna í opinberri þjónustu. Þátttakendur eru spurðir út í níu þætti í starfsumhverfinu þ.e. trúverðugleika stjórnenda, starfsanda, launakjör, vinnuskilyrði, sveigjanleika í starfi, sjálfstæði í starfi, ímynd stofnunar, ánægju og stolt og jafnrétti. Markmiðið með könnuninni er að hvetja stjórnendur til að gera vel í starfsmannamálum og að auka umræðu um aðbúnað og líðan starfsmanna á vinnustöðum.