Munum sóttvarnirnar!

Skólinn hefst skv. stundatöflu miðvikudaginn 18. ágúst. Grímuskylda er í skólanum og grímur verða aðgengilegar við alla innganga. Inngangar á 2. og 3. hæð skólans verða opnir þannig að nemendur geta gengið beint inn í klasana ef þeir vilja. Eftir hverja kennslustund þurfa nemendur að þrífa sitt vinnusvæði (borð og stóla). 

Við hlökkum til að fá ykkur í skólann og minnum á að það er á ábyrgð okkar allra að fara eftir sóttvarnarreglum svo skólastarfið verði sem ánægjulegast.