Skemmtidagur íslenskubrauta FMOS og Kvennó

Miðvikudaginn 3. desember gerðu nemendur íslenskubrauta í FMOS og Kvennó sér glaðan dag. Síðastliðið vor fóru nemendur íslenskubrautar FMOS í heimsókn til íslenskubrautarnemenda í Kvennó. Sú heimsókn tókst mjög vel og var því ákveðið að endurgjalda heimsóknina. Dagskráin var skipulögð frá kl. 9 – 12 og hefðbundinn skóladagur í kjölfarið. Lagt var upp með þremur smiðjum þar sem nemendur töluðu íslensku, skemmtu sér og styrktu vinaböndin. Spilað var bingó, farið í sandpokakast og síðast en ekki síst var hraðstefnumót þar sem nemendur kynntust enn betur.

Dagurinn var einstaklega vel heppnaður og gefur góð fyrirheit um áframhaldandi samstarf íslenskubrauta FMOS og Kvennó.