Seinni spönn lokið

Síðasti kennsludagur seinni spannar var í gær, þriðjudaginn 18. maí. Einkunnir fyrir þá áfanga sem nemendur luku á seinni spönn munu birtast jafnóðum í Innu fram til kl. 9 föstudaginn 21. maí. Nemendur geta haft samband við kennarana sína í tölvupósti ef þeir þurfa nánari útskýringar á einkunnum. 

Við þökkum fyrir samvinnuna á vorönninni og hlökkum til að sjá ykkur í ágúst.