Seinni spönn 10. mars - 18. maí

Nú er fyrri spönn lokið og seinni spönn við það að hefjast. Einkunnir fyrir þá áfanga sem nemendur luku á fyrri spönn munu birtast í Innu út þessa viku og er föstudagurinn síðasti dagur til að skila inn einkunnum.

Fyrsti dagur seinni spannar er miðvikudagurinn 10. mars og verður full staðkennsla, þ.e. bæði fyrir og eftir hádegi. Athugið að fyrir hádegi á miðvikudögum eru verkefnatímar eins og áður en þá geta nemendur komið í skólann og hitt kennara sína, muna að skrá sig.

Grímuskylda er enn í gildi í anddyri og á göngum skólans og einnig ef ekki er hægt að tryggja 1 meter á milli fólks. Áfram verður hægt að nota inngangana á 2. og 3. hæð. Við opnum mötuneytið, kaffitímarnir verða með sama sniði og áður og hægt að kaupa hádegismat, búið er að uppfæra matseðil vikunnar

Við hlökkum til að sjá meira af ykkur á seinni hlutanum.