Pylsugrill á öðrum degi sumars

Síðastliðinn föstudag var dásamlegt veður í portinu okkar og því var tilvalið að slá upp grillveislu. Pylsurnar ruku út enda frábært að sitja og láta sólina baka sig á meðan maður sporðrennir grillaðri pylsu. Við vonum að þetta viti á gott sumar hjá okkur því stemningin var frábær eins og sjá má af myndunum.