Nýnemadagur fyrripartinn og foreldrafundur seinnipartinn á morgun 30. ágúst

Öll hefðbundin kennsla fellur niður og einungis nýnemar sem voru að byrja í framhaldskóla í haust eiga að mæta. Dagskráin hefst klukkan 9:00 í matsalnum þar sem boðið verður upp á hafragraut. Við gerum ráð fyrir að dagskránni ljúki upp úr klukkan 13:00.

Seinna um daginn bjóðum við svo foreldrum nýnema í heimsókn þar sem þeir geta hitt umsjónarkennara barna sinna. Meðal annars verður farið yfir starfsemi skólans og skipulag námsins kynnt. Eftir fund með umsjónakennurum geta foreldrar gengið um skólann og rætt við aðra kennara. Stjórnendur og náms- og starfsráðgjafar skólans verða einnig á staðnum, kynna sig og svara spurningum.