Nýjar sóttvarnarreglur

Nú erum við enn og aftur í þeirri stöðu að þurfa að snúa bökum saman og breyta kennslufyrirkomulagi. Samkvæmt fyrirmælum menntamálaráðherra eiga framhaldsskólar að loka á miðnætti. Frá og með morgundeginum falla því allir tímar niður fram að páskafríi. Það er hugsanlegt að kennarar leggi fyrir verkefni þessa tvo kennsludaga sem að eftir eru fram að fríi. Það er því mikilvægt að nemendur fylgist vel með í Innu og kennarar munu jafnframt setja þar inn upplýsingar um viðtalstíma sína ef þörf krefur.
Viðburður nemendafélagsins (Lasertag) sem átti að vera í kvöld frestast fram yfir páska og verður auglýstur síðar.
Páskabingó nemendafélagsins sem er á dagskrá á morgun verður flutt yfir í netheima.

Við vonum svo sannarlega að þessar aðgerðir muni bera árangur og við sjáumst vonandi aftur hér í húsinu fljótlega eftir páska! Við setjum upplýsingar hér á vefinn jafn óðum um leið og þær berast. Fylgist vel með!