Norrænir skólastjórnendur í heimsókn

Það er gaman að segja frá því að í dag, þriðjudaginn 3. maí, fengum við hóp af norrænum skólastjórnendum í heimsókn. Dagskrá hópsins var ansi þétt og hófst kl. 9 með því að Guðbjörg Aðalbergsdóttir, skólameistari FMOS, sagði frá skólastarfinu, kennsluaðferðum og byggingu skólans. Eftir kaffihlé gekk hópurinn um skólann, kíkti í klasana, spjallaði við kennara og nemendur undir leiðsögn stjórnenda skólans. Að því loknu var hádegisverður í okkar frábæra mötuneyti og gat hópurinn varla á heilum sér tekið vegna ánægju með matinn. Eftir mat fékk hópurinn eina kennslustofu að láni fyrir vinnustofu og eru dagskrárlok áætluð kl. 14.