Næring og núvitund í FMOS

Nemendur í áfanganum Næringu og núvitund bökuðu gómsætt hollustu bananabrauð í dag og gæddu sér á því á meðan þeir tóku þátt í könnunni Ungt fólk. Þessar vikuna fjölluðum við líka um mátt þakklætis. Nemendur halda núvitundardagbók alla önnina í þessum áfanga og í hverri viku kljást þeir við ólíkar núvitundaræfingar. Þessa vikuna ætla þeir að prófa þakklætisæfingar. Bananabrauðið var ljúffengt og fyrir það vorum við þakklát!