Kennsla hefst á morgun

Á morgun, miðvikudaginn 7. apríl hefst staðkennsla samkvæmt stundatöflu. Við þurfum að takmarka aðgengi að mötuneytinu í hádeginu þar sem eingöngu mega 30 koma saman. Mötuneytið verður opið, kaffitímar verða eins og áður þ.e. á misjöfnum tíma eftir hæðum og í hádeginu ætlum við að telja inn í salinn. Matartíminn er klukkutími og þeir sem ætla að borða í skólanum ættu því að hafa nægan tíma til þess þó ekki geti verið nema 30 í einu í salnum. Við minnum á að hægt er að kaupa matarmiða í upplýsingamiðstöðinni.

Við hlökkum til að sjá ykkur!