Kennaranemar í FMOS

Nokkrir af kennaranemum í FMOS skólaárið 2020-2021
Nokkrir af kennaranemum í FMOS skólaárið 2020-2021

Í vettvangsnámi kennaranema felst að nemarnir fá leiðsagnarkennara úr hópi kennara FMOS og fylgjast með, aðstoða og þreyta síðan æfingakennslu undir handleiðslu. Í vetur hefur reynt á aðlögunarhæfni nemanna og sveigjanleika en þeir hafa allir staðið sig vel og það hefur verið ánægjulegt að fá þennan fjölbreytta og skemmtilega hóp í kennaraflóru skólans. Við þökkum þeim kærlega fyrir samveruna í vetur og óskum þeim góðs gengis í kennarastarfinu í framtíðinni.