Jöfnunarstyrkur

Jöfnunarstyrkur er námsstyrkur fyrir nemendur sem búa og stunda nám fjarri lögheimili og fjölskyldu sinni. Umsóknarfrestur er til 15. október á haustönn og 15. febrúar á vorönn.

Ef umsókn um námsstyrk berst eftir auglýstan umsóknarfrest skerðist styrkurinn um 15% frá 1. nóvember á haustönn og frá 1. mars á vorönn.

Ekki er hægt að sækja um styrk eftir að fjórir mánuðir eru liðnir frá umsóknarfresti á viðkomandi önn.

Búið er að opna er fyrir umsóknir um jöfnunarstyrk, bæði fyrir haust- og vorönn.

Nánari upplýsingar um styrkinn má finna á vef Menntasjóðs námsmanna eða með því að senda fyrirspurn á menntasjodur@menntasjodur.is