Innritun fyrir haustönn 2020

Opið er fyrir umsóknir eldri nemenda (fæddir 2003 eða fyrr) sem ætla sér að hefja nám í FMOS á haustönn 2020. Innritun fer fram í gegnum vef menntamálastofnunar og stendur yfir á tímabilinu 6. apríl - 31. maí.

Lokainnritun nýnema (fæddir 2004 eða síðar) sem munu útskrifast úr 10. bekk í vor verður 6. maí - 10. júní.