Á fundi skólameistara BHS, FÁ, FB, FMOS og TS í gær var tekin ákvörðun um að fresta sameiginlegu nýnemaballi skólanna sem halda átti fimmtudaginn 12. september. Nemendur sem þegar hafa keypt miða fá þá endurgreidda en ný dagsetning fyrir ball verður ákveðin á næstunni.
Ástæða frestunarinnar er sá hörmulegi atburður sem átti sér stað á Menningarnótt. Mikil sorg og vanlíðan ríkir í samfélaginu og eiga mörg um sárt að binda. Ekki er vilji fyrir því að halda viðburð sem þennan á vegum skólanna á þessum tímapunkti. Mikilvægt er að við sýnum samkennd og vottum við aðstandendum, vinum og skólafélögum Bryndísar Klöru Birgisdóttur okkar dýpstu samúð.
Blessuð sé minning Bryndísar Klöru.
Ársæll Guðmundsson,
skólameistari Borgarholtsskóla
Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir,
skólameistari Fjölbrautaskólans í Breiðholti
Hildur Ingvarsdóttir,
skólameistari Tækniskólans
Magnús Ingvason,
skólameistari Fjölbrautaskólans við Ármúla
Valgarð Már Jakobsson,
skólameistari Framhaldsskólans í Mosfellsbæ