Föstudagsfréttir úr Draupni

Nemendur í leirmótun tóku fullkláraða hluti úr brennsluofninum í síðustu viku og prufukeyrðu listaverkin. Það voru m.a. bollar og nammiskálar, svo auðvitað varð að hella uppá gott te og setja nammi í skálarnar. Allir voru sammála um að aldrei hefði teið og nammið smakkast betur!

Helgarkveðja frá okkur í Draupni.