FMOS á toppnum

Þann 7. maí síðastliðinn fóru fimm hressir kennarar úr FMOS á topp Hvannadalshnjúks, hæsta tind Íslands. Lagt var af stað klukkan 6 um morguninn og tók gangan í allt um 13 tíma. Veðrið var mjög gott alla leiðina upp en skýjað var mestalla leiðina niður. Kennarar voru afar ánægðir með þessa ferð og er þetta að öllum líkindum byrjunin á árlegri hefð hjá FMOS. Það verður spennandi að sjá á hvaða tind hópurinn fer á næsta ári.