Fánadagur SÞ

Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ tók þátt í fánadegi heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna þar sem fána þeirra var flaggað mánudaginn 25. september.

Tilgangur fánadagsins er að minna á mikilvægi heimsmarkmiðanna og að sýna stuðning í verki. Þennan dag voru átta ár liðin frá því heimsmarkmið SÞ um sjálfbæra þróun voru samþykkt.

Þótt miklum árangri hafi verið náð þá nálgast 2030 óðfluga og ljóst er að við þurfum að gera enn betur til að ná þeim árangri sem að er stefnt.