Endurskiladagur 8. apríl

Mánudaginn 8. apríl er endurskiladagur í FMOS. Þá er ekki kennt samkvæmt stundatöflu heldur gefst nemendum kostur á að vinna upp ákveðin verkefni í áföngum sínum í samráði við kennara sína. Vinnan skal fara fram undir handleiðslu kennara sem verða við á milli klukkan 10 og 14 með matarhléi klukkan 12. Sumir kennarar eru þó bara frá klukkan 10 til 12 eða frá klukkan 12 til 14 og munu þeir upplýsa nemendur sína um það sérstaklega. Við hvetjum nemendur til að nýta þetta tækifæri til þess að vinna upp verkefni sem þeir hafa misst af.

Athugið að eftir endurskiladaginn verður ekki hægt að skila verkefnum sem unnin voru fyrir viðkomandi dag.