Bragðlaukaheimur nemenda opnaður

Í áfanganum Framandi matarhefðir, „ferðast“ nemendur í kringum hnöttinn og taka fyrir eitt land í hverri viku. Menning landanna er skoðuð og matur frá viðkomandi landi eldaður. Nú þegar hafa verði eldaðir sniglar og fleira frá Frakklandi, heimagert pasta frá Ítalíu, Rolex frá Úganda og alls konar hnossgæti frá miðausturlöndum og Indlandi. Nú síðast var förinni heitið til Japan þar sem framreitt var sushi og ýmislegt góðgæti djúpsteikt í Tempura deigi.