Alþjóðadagur vatnsins

Alþjóðadagur vatnsins var þann 22. mars og sem UNESCO skóli þá héldum við í FMOS upp á daginn. Fyrstu tvo tímana var hefðbundin kennsla en eftir það gengu nemendur í hópum um skólann og leystu hinar ýmsu þrautir sem allar tengdust vatni á einn eða annan hátt. Nemendur lærðu m.a. um hve mikið vatn við notum dags daglega, hvernig hægt er að fanga rakann í loftinu þar sem skortur er á vatni og sýnt var listaverkið Gaia – breathing variation eftir Sigrúnu Harðardóttur og vakti það mikla athygli. Dagurinn heppnaðist mjög vel og var í senn skemmtilegur og lærdómsríkur.