Áhugaverður fyrirlestur

Farið gaumgæfilega yfir efni fyrirlestrarins
Farið gaumgæfilega yfir efni fyrirlestrarins
Fyrirlesturinn fjallaði meðal annars um það hvað skiptir miklu máli að hafa hugrekki til þess að bregðast rétt við erfiðum aðstæðum s.s. eins og ofbeldi og óæskilegri hegðun. Fyrirlesturinn var byggður upp á mjög jákvæðan hátt og nemendur hvattir til þess að líta í eigin barm og finna sína styrkleika. Í lokin skrifuðu allir þátttakendur jákvæð orð á rauð hjörtu sem voru hengd upp á vegg ❤️
Það var virkilega gaman að sjá hvað nemendur voru áhugasamir, duglegir að tjá sig og ræða málin á opinskáan hátt.