Nemendafélag NFFMOS

Í Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ er starfrækt nemendafélag (NFFMOS) en umsjón þess er í höndum nemendaráðs. Á vorönn eru kosnir fulltrúar í ráðið til eins árs í senn og hafa allir nemendur skólans jöfn tækifæri til að bjóða sig fram. Markmið nemendaráðs er að bjóða upp á skemmtilega og fjölbreytta viðburði og stuðla að góðum anda í skólanum. Nemendur skólans greiða félagsgjöld í NFFMOS samhliða skráningargjöldum sínum í skólann á hverri önn, að sjálfsögðu er þátttaka valfrjáls en vart þarf að taka það fram að ávinningurinn af því að vera í NFFMOS er ótvíræður.
Það eru margir kostir við að vera með öflugt nemendafélag. Auk þess að halda uppi félagslífi stendur NFFMOS vörð um nemendur í skólanum og er t.d. aðili að SÍF (Samband íslenskra framhaldsskólanema).

Að vera félagi í NFFMOS gefur þér:
Afslætti á viðburði hjá NFFMOS - sem dæmi er árshátíð (stærsti viðburður ársins) að stórum hluta niðurgreidd.

Nemendaskírteini: Sérstakir afslættir og tilboð hjá fyrirtækjum eru veittir gegn framvísun skírteinis. Um er að ræða almenn tilboð til framhaldsskólanema sem og sérstök tilboð til félaga í NFFMOS.

Möguleika á að bjóða þig fram í nemendaráð.

Hægt er að segja sig úr nemendafélaginu í eina viku eftir fyrsta skóladag hverrar annar og er það gert með því að senda póst á fjármálastjóra skólans, hallavh@fmos.is

Í stjórn NFFMOS eru formaður, varaformaður (ritari) og gjaldkeri ásamt nýnemafulltrúa. Einnig eru í stjórninni formenn þeirra þriggja nefnda sem starfa innan NFFMOS. Stjórnin hefur yfirumsjón með starfsemi nemendafélagsins og sér um tengsl félagsins við skólann annars vegar og við nemendafélög í öðrum skólum hins vegar. Meðal verkefna sem stjórnin sér um innan skólans er útgáfa á nemendaskírteinum.

Nemendaráð FMOS 2022-2023 skipa: ATH stjórn nemendafélagsins á eftir að skipta með sér verkum!

  • Sigurður Óli Karlsson, formaður. Netfangið hans er siggioli04@gmail.com

Netfang nemendafélagsins er nemfmos@gmail.com

Nemendafélagið heldur úti Facebook síðu.

Nefndir NFFMOS

  • Fjölmiðlanefnd
  • Íþróttanefnd
  • Skemmtinefnd

 

Síðast breytt: 15. ágúst 2022