Valið

Þriðjudaginn 10. október hefst valtímabilið með valtorgi kl. 10:30 (verkefnatími) í matsal skólans. Á valtorgi kynna kennarar þá áfanga sem verða í boði og að því loknu er opnað fyrir valið í Innu. Valtímabilið stendur í eina viku og lýkur þriðjudaginn 17. október. Umsjónarkennarar, náms- og starfsráðgjafar og áfangastjóri eru nemendum innan handar alla vikuna við að skipuleggja námsferilinn og velja áfanga.

Það er mikilvægt að allir nemendur sem ætla sér að vera í námi í FMOS velji á þessum tíma því valið jafngildir umsókn fyrir vorönn 2024.