Umhverfisstefna

Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ kennir sig við umhverfi og auðlindir. Leitast er við að starfsemi og rekstur skólans sé eins umhverfisvænn og kostur er. Í skólanum er lögð áhersla á að efla umhverfisvitund nemenda og starfsmanna og auka ábyrgðartilfinningu þeirra fyrir bæði sínu nánasta umhverfi og umhverfinu á hnattvísu.

Til að styðja við áherslur skólans í umhverfismálum gildir eftirfarandi:

 • Umhverfisnefnd starfar innan skólans. Nefndin er skipuð fulltrúum nemenda, kennara, skólastjórnenda og annarra starfsmanna skólans. Nefndin kemur með tillögur að úrbótum í umhverfismálum skólans. Nefndina skipa Guðrún, aðstoðarskólameistari (gudrun@fmos.is), Ólafur, umsjónamaður fasteigna (olafur@fmos.is) og Haraldur, raungreinakennari (haraldur@fmos.is) ásamt nemendum úr umhverfisráði hverju sinni.
 • Umhverfisfræði er skylduáfangi fyrir alla nemendur skólans. Í áfanganum kynnast nemendur umhverfismálum í víðu samhengi en fá jafnframt tækifæri til að kynna sér nánar málefni innan umhverfisfræðinnar sem þeir hafa mestan áhuga á.
 • Kennarar og aðrir starfsmenn fá stuðning til að sækja námskeið og ráðstefnur sem lúta að menntun til sjálfbærni, bæði til eflingar kennslu og í þágu umhverfisvænni starfshátta skólans.
 • Sorpflokkunartunnur eru um allan skólann.
 • Sparperur eru notaðar í öllum ljósastæðum.
 • Matvæli eru keypt í stórum einingum þegar það er hægt til að minnka magn umbúða sem þarf að farga.
 • Verkefni og námsefni eru að mestu leyti á rafrænu formi. Starfsmenn eru meðvitaðir um að prenta út eins lítið og unnt er og prenta báðum megin á blöðin þegar það er hægt.
 • Umhverfisvæn efni eru notuð við ræstingar í skólanum.
 • Tekið er tillit til umhverfissjónarmiða við innkaup.
 • Valáfangar í umhverfisfræði eru í boði (UMHV3ÍS05 - Auðlindir Íslands, UMHV3US05 - Umhverfisfræði beisluð með stærðfræðilíkönum, UMHV3RÁ05 - Umhverfisráð).

Næstu skref í átt að menntun til sjálfbærni:

 • Að áherslur skólans á umhverfi og auðlindir endurspeglist í öllum námsgreinum. Fyrsta skref í þessa átt er að stofna þverfaglegan starfshóp til vinna að því að svo verði.
 • Að nemendum verði gefinn kostur á að taka virkan þátt í að móta og framkvæma stefnu skólans í umhverfismálum. Þetta verður m.a. gert með því að bjóða nemendum að vinna að þessum málaflokki innan umhverfisfræðiáfangans sem allir nemendur taka.