Skólameistari

 

  • ber ábyrgð á starfsemi skólans, menntunar- og uppeldishlutverki, þróunarstarfi innan hans, gerð skólanámskrár og innritun nemenda
  • ber ábyrgð á eignum, fjárreiðum og öðrum rekstri skólans, gerð fjárhags- og starfsáætlana til lengri og skemmri tíma og sér til þess að þeim sé framfylgt
  • sér til þess að lögum, reglugerðum og námskrá sé framfylgt
  • ræður, að höfðu samráði við skólanefnd, starfsfólk skóla eftir því sem gildandi lög segja til um og skiptir með þeim verkum
  • hefur yfirumsjón með starfi kennara og annarra starfsmanna skólans og fylgist með því að þeir ræki skyldur sínar og njóti þeirra réttinda sem þeim ber
  • sér til þess að fylgst sé með því að nemendur stundi nám sitt, hlíti þeim reglum sem settar eru og njóti þeirra réttinda sem þeim ber
  • tekur afstöðu til og úrskurðar um álitamál vegna innra starfs og starfstíma skólans og sér um tengsl skólans út á við, m.a. við aðstandendur nemenda, aðra skóla og aðila á öðrum sviðum atvinnulífsins
  • er framkvæmdastjóri skólanefndar og oddviti skólaráðs og kallar saman kennarafundi
  • ber ábyrgð á innra mati á starfi skólans, kynningarmálum, sér til þess að upplýsingar um skólastarfið liggi fyrir og að nauðsynlegar skýrslur um það séu gerðar.

 

Síðast breytt: 27. september 2019