Deildarstjóri á sérnámsbraut

  • annast og ber ábyrgð á kennslu og undirbúningi hennar
  • annast gerð einstaklings- og hópkennsluáætlana og verkefna
  • tekur þátt í og ber ábyrgð á vali á almennum áföngum í samráði við nemendur og foreldra ólögráða nemenda
  • annast og ber ábyrgð á skráningu mætinga nemenda sinna, almennri upplýsingagjöf vegna sjálfsmats skóla og skólanámskrár
  • er í samstarfi við aðra starfsmenn, nemendur, foreldra og forráðamenn
  • hefur viðtalstíma fyrir nemendur sína og forráðamenn þeirra
  • situr a.m.k. einn fund á ári/önn með forráðamönnum nemenda sinna, lögráða sem ólögráða
  • viðheldur faglegri hæfni sinni og hugar að tengslum við aðrar námsgreinar
  • situr kennarafundi og sviðsfundi
  • kynnir fyrir nemendum tilboð á sviði skóla, dagvistunar, vinnu eða hæfingar þegar námi lýkur
  • annast og ber ábyrgð á skipulagi og innra starfi sérnámsbrautar
  • annast samskipti við Mennta- og menningarmálaráðuneyti og Menntamálastofnun
  • annast samskipti við starfsþjálfunarstaði fyrir nemendur.

Síðast breytt: 24. janúar 2016