Námsmat og einkunnir

Námsmat í FMOS byggir á því að nemendur fá umsagnir, ýmist munnlegar eða skriflegar. Nemendur sjá ekki hvaða tölulega einkunn er að baki hverri umsögn en mikilvægt er að kennari haldi utan um þær því í lok hvers áfanga fá nemendur tölulega einkunn í samræmi við aðalnámskrá framhaldsskóla. Kennarar miða við að skila skriflegum umsögnum til nemenda á Innu innan við viku eftir að skilafrestur rennur út.

Nánari upplýsingar má finna á vef skólans www.fmos.is en þar eru einnig ýmis gögn varðandi hugmyndafræði og kennsluhætti.

Skilafrestur á verkefnum
Það er hverjum kennara í sjálfsvald sett hvernig hann hagar skilafrestum verkefna. Þó ber að hafa í huga og ítreka við nemendur að þeir bera ábyrgð á því að hafa samband við kennara ef þeir missa af verkefnaskilum vegna veikinda. Nemendur geta ekki unnið upp verkefni eftir að skilafrestur er liðinn.

Miðannarmat
Nemendur fá miðannarmat í hverjum áfanga um það bil á miðri önn. Kennarar fá einn vinnudag til að skrá miðannarmat.
Einkunnir í miðannarmati eru gefnar í bókstöfum;

G = Frammistaða þín er góð
M = Frammistaða þín er í meðallagi
R = Frammistaða þín er óásættanleg.

Mikilvægt er að a.m.k. 35-40% af verkefnum áfangans sé lokið fyrir miðannarmat.

Lokaeinkunnir
Skrá einkunnir í Innu:
Opna áfangann, smella á "Skrá einkunnir" sem er í listanum til vinstri. Smella á "Lokaeinkunn". Fylla út í einkunnalistann fyrir alla nemendur, passa að skilja ekki eftir eyður neins staðar. Smella síðan á "Birta einkunnir" og "Vista". Umsögn er ekki gefin með lokaeinkunn.

Einkunnaskali:
Lokaeinkunnir eru gefnar í heilum tölum frá 1 til 10.

Einkunnin:  Táknar að:
 1  0-14% námsmarkmiða sé náð
 2  15-24% námsmarkmiða sé náð
 3  25-34% námsmarkmiða sé náð
 4  35-44% námsmarkmiða sé náð
 5  45-54% námsmarkmiða sé náð
 6  55-64% námsmarkmiða sé náð
 7  65-74% námsmarkmiða sé náð
 8  75-84% námsmarkmiða sé náð
 9  85-94% námsmarkmiða sé náð
 10  95-100% námsmarkmiða sé náð

Staðið/Fallið:
Í áföngum þar sem nemendur fá staðið/fallið er gefið S fyrir staðið og 1 fyrir fall. Gildir þá einu hvort nemandinn hafi verið nálægt því að ná áfanganum eða ekki. Vafaatriði skal bera upp við stjórnendur.

Munið að það er mikilvægt að skrá einkunn á alla nemendur, ekki skilja eftir eyður neins staðar.

Endurtekt á útskriftarönn
Nemendur mega taka upp einn áfanga á útskriftarönn ef hann kemur í veg fyrir útskrift, en þeir þurfa að vera með 4 í einkunn í áfanganum til að eiga rétt á því. Þá útbúa kennarar verkefni sem reynir á alla þætti áfangans og nemandi hefur tvo daga til að vinna að því. Endurtektarverkefni eru unnin í samráði við stjórnendur.

 

Síðast breytt: 31. janúar 2024