UNESCO-dagur

3. maí verður tileinkaður UNESCO sem má kalla mennta- og menningar-arm Sameinuðu Þjóðanna. Til að vekja athygli á ákveðnum málefnum hafa Sameinuðu þjóðirnar og UNESCO komið á nokkrum alþjóðadögum en 3. maí er dagur tjáningarfrelsis.

Þá verður stundataflan brotin upp og ýmis verkefni unnin sem tengjast tjáningafrelsi. Framkvæmd og fyrirkomulag verður kynnt þegar nær dregur.