Samkennsludagur

19. apríl verður samkennsludagur þar sem kennarar munu sameina krafta sína í kennslu. Stundataflan mun ekki breytast en hópar munu blandast eftir skipulagi kennara.

Nemendur mæta samkvæmt stundaskrá í sína hópa en hóparnir munu blandast öðrum hópum eftir því hvaða kennarar leiða saman hesta sína. Þetta verður því tækifæri til þess að nálgast námsgreinarnar á annan hátt en vanalega. Eftir er að ákveða hvaða hópar munu vinna saman þennan dag en það mun skýrast þegar líður á önnina.