HLUT1DD03  - Dungeons & Dragons hlutverkaspil
																																
	
	
		
					
				Í þessum grunnáfanga í Dungeons & Dragons er farið í alla helstu grunnþætti spilsins. Nemendur byrja á því að læra einfaldaða útgáfu sem leggur áherslu á skapandi spilun, persónusköpun og helstu leikreglur. Í framhaldi af því er farið að spila hefbundnari útgáfu leiksins með notkun 5 útgáfu leiksins og læra nemendur að búa til eigin persónur og aðferðir við að skapa persónur og heim í samvinnu við aðra. Í kennslustundum er blandað saman æfingum og spilamennsku, auk almennrar fræðslu um sögu spilsins og áhrif þess á menninguna. Í áfanganum verður nemendum einnig gefinn kostur á að semja sína eigin útgáfu af leik og stýra öðrum sem dýflissustjóri í D&D.
Þekkingarviðmið
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- sögu D&D
 
- grunnreglum í D&D
 
- mismunandi stigakerfum
 
- mismunandi spilunaraðferðum
 
- notkun leikreglna og hlutverkaspilun við spilaborðið
 
- sköpun persóna og söguþráðar
 
 
Leikniviðmið
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- meta styrk persóna og leikkerfa og tjá þann styrk innan reglna leiksins
 
- vinna með spilafélögum til að ná settum markmiðum
 
- gera áætlun sem spilari og sem dýflissustjóri
 
- reikna út stig á mismunandi formi
 
- bregðast við leikspuna og óvæntum uppákomum innan hlutverkaleikja
 
 
Hæfniviðmið
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- sýna samvinnu og umburðarlyndi með spilafélögum