Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ

Fréttir

8.4.2019 : Leikhúsferð FMOS

Síðasta tækifærið til að skrá sig í leikhúsferðina er í dag. Þeir sem vilja koma með á leikritið Kæra Jelena þurfa að skrá sig í síðasta lagi í hádegishlénu í upplýsingamiðstöðinni. Nánar um leikritið 

2.4.2019 : Happdrætti 9. apríl

Spænskuáfanginn SPÆN1ES05 ætlar að halda happdrætti 9. apríl kl. 12:15 í matsalnum. Miðasala verður í verkefnatímum og matarhléi dagana 5. og 8. apríl. Þriðjudaginn 9. apríl verður miðar einnig seldir í matarhléi þar til happdrættið byrjar. Það er til mikils að vinna. Verð á miða er 1000 kr. Frekari upplýsingar um vinninga er hægt að finna á Facebook síðu skólans og á auglýsingum á veggjum skólans. 

Lesa meira

20.3.2019 : FMOS auglýsir eftir matreiðslumanni

Við leitum að faglærðum matreiðslumanni til að stýra mötuneyti Framhaldsskólans í Mosfellsbæ. Mötuneytið er rekið í anda heilsueflandi framhaldsskóla og áhersla lögð á hollan og næringarríkan mat.

Viðkomandi þarf að vera hugmyndaríkur og sjálfstæður í vinnubrögðum, hafa farsæla reynslu af svipuðum rekstri, góða færni í mannlegum samskiptum og áhuga á að umgangast ungt fólk.

Ráðið verður í stöðuna frá 1. ágúst 2019.

Lesa meira

13.3.2019 : Valtímabilinu er formlega lokið

ALLIR nemendur þurfa að velja áfanga fyrir næstu önn því valið jafngildir umsókn um skólavist á næstu önn. Þeir sem ekki eru búnir að ganga frá vali fyrir næstu önn þurfa að hafa samband við námsráðgjafa strax ef þeir ætla tryggja skólavist sína.

Upplýsingar um þá áfanga sem eru í boði má finna hér og leiðbeiningar fyrir valið eru hér .

Ef þig vantar aðstoð við valið þá eru umsjónarkennarar og 

Athugið að valið er umsókn um skólavist á haustönn 2019

Eldri fréttirÚtlit síðu:Þetta vefsvæði byggir á Eplica