Stefnuyfirlýsing í lífsleikni

Í námsgreininni Ég, skólinn og samfélagið (ÉSS) í FMOS er áhersla á almenna lífsleikni, að gefa nemandanum innsýn í sjálfan sig, bæði sem einstakling og í samfélagi við aðra. Nemandinn lærir að þekkja mörk sín og öðlast dýpri skilning á sjálfum sér og umhverfi sínu ásamt því að styrkjast til að takast á við kröfur og áskoranir daglegs lífs. Áhersla er lögð á að efla sjálfsmynd nemandans og trú hans á eigin getu en jafnframt gera hann meðvitaðan um þá ábyrgð sem hann hefur í samskiptum við aðra.

Helstu námsþættir
Áfangarnir eru á 1.þrepi og eru tveir talsins. Nemendur þjálfast í að skoða eigin hugsanir og hegðun og læra að þekkja eigin styrkleika og veikleika. Þeir læra að þekkja námsstíl sinn, að ígrunda og meta eigin reynslu. Það er einnig áhersla á vinnulag í hópvinnu, samskipti, munnlegar kynningar, skipulagningu viðburða.

Kennsluaðferðir og námsmat
Nemendur fá tækifæri til að vinna við margvísleg viðfangsefni á fjölbreyttan og skapandi hátt. Námsmatið fléttast inn í kennsluna því nemendum er gefin umsögn og fá tækifæri til að endurtaka hæfnina eftir leiðsögn. Námsmatið byggir að stórum hluta á virkni í kennslustundum og ígrundun á fjölbreyttum viðfangsefnum. Notast er við sjálfsmat, jafningjamat og mat kennara.

Annað
Nemendur eru hvattir til að yfirfæra þá þekkingu og vinnubrögð sem þeir öðlast yfir á aðrar námsgreinar og út í lífið almennt.

Síðast breytt: 27. september 2019